15.12.2009 | 09:22
VeRk Og LiSt...
hæ hó nú eru að fara að koma jól :).
En ég ætlað að segja ykkur frá tímunum mínum í verk og list.
Ég byrjaði í heimilisfræði sem ég elska, því ég baka stundum svo góðan mat þarna. En það var svo mikið svindl því við slepptum einni viku þar því að við (hópurinn minn), fórum á reyki.
Næst var það Smíði, við fengum að velja hvort við mundum gera lítinn bát eða bakka. Ég valdi bakka en þegar ég var búin með bakkann þá vildi ég frekar gera bát því hann var flottari. En ég hafði ekki tíma til að gera bæði þannig að ég gerði bara 2. aukaverkefni, ég gerði svona staf en hann var bara úr tréi og ekki með svona slaufu. :)
Og nú er ég í hreyfimyndum, Ég, Rakel, Elísa, Ewelina og Emina erum saman í hóp og erum að gera sögu sem heitir Rauðhettan og úlfurinn, Þessi saga verður mjög fyndin og með góðan húmor. Það er einhver keppni með þessar hreyfimyndir og við ætlum og verðum að lenda í 1.sæti :) Við vinnum þetta :)
-Takk fyrir miiig :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.